1000cc Standard flokkur er mjög hentugur flokkur til að byrja í sportinu. Þetta eru sömu bílar og maður þarf að byrja á ef þú ert yngri en 17 (án ökuréttinda) í Unglingaflokki, gott að byrja á svona bíl á meðan þú ert að læra á brautirnar og sportið.
Mynd 22, 1000cc flokkur
Mynd 23, 1000cc flokkur
Mynd 24, 1000cc flokkur
Helstu bílarnir sem eru notaðir í þessum flokk er Toyota Aygo og Toyota Yaris, þó er hægt að vera á öðrum bílum í þessum flokk en þurfa þeir samt að standast reglurnar fyrir flokkinn. Þar að segja þá þarf ökutækið að vera með drif á einum öxli og þarf vél með slagrými undir 1050 rúmsentimetrum. Krafa er á að ökutækið á að vera undir 1300 kílógrömmum og lágmarksþyngd með ökumanni er 850 kílógrömm. Það þarf að halda upprunalegu útliti, brettin skulu hylja alla hjólbreiddina og skal burðarvirki vera óbreytt á milli fram og aftur demparaturna. [7]
Mynd 25 1000cc flokkur
Hægt er að lesa betur um reglurnar við hvern flokk inná Reglur AKÍS GREIN 6.2 er 1000cc flokkur.
Einnig er hægt að lesa betur um Flokka Rallycross á upphafsíður flokka: