Byrjað var að gera braut í kapelluhrauni í Nóvember 1990, þetta var verk fárra manna þeir voru aðeins um sjö að plana að byggja brautina en einn úr hópnum sem var rallkappi og akstursíþróttarmaður Jón Halldórsson lést í umferðaslysi rétt fyrir fyrstu keppnina og fékk þvi miður ekki að upplifa þennan draum. Þeir byrjuðu í nóvember 1990 að smíða brautina og fengu þeir tildæmis vegriðs búta gefins frá veggerðinni sem þeir notuðu í ytri brún brautarinnar og söfnuðu 3000 dekkjum frá flestum hjólbarðarverkstæðum á reykjavikursvæðinu sem voru notuð í innri brún brautarinnar. Svo fengu þeir gamla Olís bensín stöð á brautina sem var ætlað fyrir sjoppu og salerni fyrir áhorfendur. Olís gaf þeim húsið því það átti að rífa húsið niður. Rallycross brautin í hafnafirði kom til notkunar 1991 og hefur hún verið með flestar keppnir alveg til 2023, brautin er alltaf að verða betri og betri. það er keppt í rallycrossi, gokart, drifti á AÍH svæðinu
mynd 68
Mynd 67 Nýja Keppnisstúkan
Nýjustu breytingar á brautinni eru meðal annars í stað flagga í kringum alla brautina eru gul, rauð og græn ljós kominn, svo hefur verið bætt við keppnisstúku. einnig var málað dekkin rauð og hvít í braut og er margt að bætast og verða betra, ásamt því að sportið er að stækka rosalega. AÍH er einnig að óska eftir fyrirtækjum sem vilja vera styrktar/samstarfsaðilar við AÍH tímabilið 2024 í boði er tildæmis Auglýsingaskilti á ráskafla, Logo á viðtalsvegg, Stærri skilti t.d á stjórnstöð eða turninum í miðri braut, Einnig er hægt að kaupa beygju í brautinni og Beinar útsendingar á næsta keppnistímabili verða með öðru sniði en verið hefur. Spennandi verður að sjá breytingar sem eru framundan!