Mikil þörf er á góðum öryggisbúnaði í rallycrossi, allur öryggisbúnaður þarf að vera vottaður af FIA (Federation Internationale de l'Automobile) sem var stofnað árið 1904 með upphaflegu markmiði að skapa samræmt stjórnarfar og öryggi í akstursíþróttum. Hægt er að lesa betur um kröfur öryggisbúnaðar hér reglur AKÍS - grein 5 og grein 6 fjalla um kröfur í öryggismálum (vottun FIA) og öryggismál flokka.
Mynd 5 Veltibúr
Standast þarf sérstaka öryggisskoðun sem er í byrjun hverrar keppni kl. 8 þar sem allir bílarnir fara í röð og fer einn til tveir bílar í einu og eiga koma á ferð og nauðhemla þar sem öryggismenn sjá hvort allar bremsur virki rétt. Ef þeir gefa grænt ljós á það þá ertu beðinn um að ýta á bremsuna og eru starfsmenn að sjá hvort bremsuljós virka. Þá ertu beðinn um að koma út úr bílnum og fara þeir þá yfir tékklistann sinn. Þar er meðal annars athugað hvort stólinn sé rétt festur, veltibúrið með skoðun, beltin rétt fest, aurhlífar, hvort straumsrofi virki bæði að utan og innan (hann þarf að getað rofið allan straum og drepið á ökutæki). Einnig er farið yfir hvort að þú sért með allan öryggisbúnað semsagt keppnisgalla sem er lágmark tveggja laga eldheldur heilgalli með viðurkenningu frá FIA, keppnishanska með viðurkenningu frá FIA, keppnisskó með viðurkenningu frá FIA, lambhúshettu með viðurkenningu frá FIA, undirföt (síðerma bol, buxur, sokka) með viðurkenningu frá FIA, hjálm opinn eða lokaðan, samkvæmt stöðlum AKÍS/FIA, HANS búnað með viðurkenningu frá FIA. Hægt er að skoða betur reglurnar frá AKÍShér: Reglur AKÍS grein 5 og grein 6 það er fjallað um allt sem bílinn þarf að hafa og búnaðinn sem þú þarft að vera með, svo geta verið mismunandi reglur fyrir hvern flokk sem hægt er að lesa í ,,flokkar´´ og velja þann flokk sem þú vilt fræðast um. [1]
Bílinn: Rallycross-bílar eru búnir til með sérstökum öryggisbúnaði sem tryggir að ökumaðurinn sé eins öruggur og mögulegt er í óhagkvæmum aðstæðum. Þetta getur innifalið sérstök veltibúr, körfustól, belti, neyðardrepara að utan og innan og annan búnað sem verndar ökumanninn við óhapp í árekstri.
Ökumaðurinn: Ökumaðurinn er nauðsynlegur hluti af öryggisbúnaðinum. Hann verður að vera með fullan búnað, svo sem eldvarnarföt, hjálm, hanska, skó, hettu. Allt þetta þarf að vera FIA vottað og er öryggisskoðun hvort allt sé samkvæmt reglum.
Eldvarnarbúnaður: Vegna hættu elds er nauðsynlegt að hafa eldvarnarbúnað, svo sem eldverndarbúnað í bílnum og á ökumanninum, sem tryggir að eldur geti ekki breiðst neitt of hratt. Slökkvitæki eru staðsett með lágmark 200 metra millibili meðfram allri brautinni og starfsmenn í kringum alla brautina.
Helstu markmiðið er að tryggja öryggi ökumanna þegar lagt er í hraðann og spennuna í keppninni. Mikilvægt er að umsjónarmenn keppninnar tryggi sem mest öryggi keppenda sem og starfsmanna.
Mynd 6-16. Öryggisbúnaður
Það getur verið kostnaðarsamt að byrja í mótorsporti. Hér er ódyrasti öryggisbúnaðurinn vottaður af FIA sem hægt er að fá á íslandi hjá Mckinstry Motorsport sem er staðsett í Reykjavík. Þetta er Helsti öryggisbúnaðurinn sem keppandi þarf til að keppa í Rallycrossi:
Belti: 45.770 kr,
Körfustóll: 69.784 kr,
Eldvarnir hanskar: 21.850 kr,
Eldvarnir skór: 31.740 kr,
Hjálmur: 88.687 kr,
Eldvarinn keppnisgalli: 65.688 kr,
Undirfatnaður: langermabolur 10.614 kr,
Síðbuxur: 9.451 kr, [2]
Eldvarin lambhúshetta: 9.177 kr,
Eldvarnir sokkar: 7.752 kr, [3]
Heildarkostnaður á fatnaði og öryggisbúnaði sem þú þarft er 360.513 kr og þá á eftir að koma keppnisgjald fyrir allar keppnir, félagsgjald (ef þú ert 17 ára eða eldri) og svo öryggisbúnaður í bílinn og bílinn sjálfur auk alls konar sem fylgir sportinu.
Myndband 1. - Samantekt veltur,
Hér er samantektum veltum frá 2020-2021 frá Jakob Cecil Hafsteinsson/Jakob C : Á mínutu 6:04 sést í veltu sem fór 6 hringi og bíllinn gjöreyðilagðist en strákurinn slapp þökk sé öryggisbúnaði. Það þurfti þó að koma sjúkrabíll og kanna ástandið á honum þar sem það var mikið adrenalín, og finnur hann þá kannski ekki eins mikið fyrir áverkunum.
Jakob C er alltaf mættur á allar keppnir um allt land til að taka upp videó af keppnunum og klippir hann þær og deilir á Youtube.
Hjalti E. Hafsteinsson hafði mikinn áhuga á akstursíþróttum. Hann tók þátt í rallykeppnum frá því að greinin var fyrst stofnuð. Hann var virkur í stjórn BÍKR (Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur) og stór hluti þátttakandi í að byggja upp LÍA (Landssamband íslenskra akstursfélaga). Hann sat í fjölda dómnefnda og keppnisstjórna. Hjalti lagði mikla vinnu í að bæta stöðu og uppbygginu og kynningu íslenskra akstursíþrótta erlendis. Hann starfaði sérstaklega í því hlutverki sem tengiliður keppenda á Rally Reykjavík. Í gegnum árin gegndi Hjalti stjórnarmennsku í Landssambandi íslenskra akstursfélaga. Hann fékkst við reglugerðir og þýðingar erlendra keppnisreglna, sem hafa haft mikil áhrif á akstursíþróttir hér á landi. Í dag sést ávinningur af verkum Hjalta þegar kemur að öryggi keppnisbíla, þar sem hann þýddi alþjóðlegar öryggisreglur FIA á íslensku, eins og til dæmis veltibúrareglurnar. [4]
Myndband 2. Velta
Hér er gott dæmi hvað öryggisbúnaðurinn er góður. Ökumaðurinn fer öruggur úr bílnum með hjálp starfsmanna og svo er bara ýtt bílnum á dekkin aftur, og kemur lyftari og sækir bilinn eða bílinn dreginn á viðgerðarsvæðið.
Mynd 18
Rautt flagg: merkir að keppni hefur verið stöðvuð og skulu ökumenn aka að ráslínu og bíða fyrirmæla keppnisstjóra.
Mynd 19
Blátt flagg: þýðir að ökumaður hindri framúr akstur og skuli víkja strax.
[5]
Mynd 20 -Velta