Mynd 60
Mynd 60
Hægt er að velja milli félaga sem þú vilt vera í, Aðildarfélög AKÍS eru eftirfarandi: Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, Akstursíþróttafélag Suðurnesja, Akstursíþróttafélagið START, Akstursíþróttanefnd Heklu, Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, Bílaklúbbur Akureyrar, Bílaklúbbur Hafnarfjarðar, Bílaklúbbur Skagafjarðar, Kvartmíluklúbburinn, Stimpill Akstursíþróttafélag og að lokum Torfæruklúbbur Suðurlands. Auk þess hafa erlendir keppendur komið og keppt. Akstursíþróttir eiga því sinn fulltrúa um nær allt land og fjölbreytnin er mikill. [15] Keppnir í rallycrossi hafa verið haldnar á vegum AÍH í kapelluhrauni frá 1991 fram að árinu 2003 þegar rallycrosskeppni á Íslandi hætti eftir 21 árs sögu, þegar leyfið fyrir brautinni í Kapelluhrauni var ekki lengur fengið. En árið 2008 endurvakti Aksturíþróttarfélag Hafnarfjarðar keppnina og fékk leyfi á ný. Eftir pásuna hafa allar keppnir verið haldnar á sama stað á vegum Aksturíþróttarfélag Hafnafjarðar. Árið 2021 bættist við braut og var ein keppni að aukinni haldin af Kvartmíluklubbnum sem einnig er staðsettur í Hafnafirði. Enn hefur ekki önnur keppni verið haldin hjá þeim en vonandi koma þeir aftur með aðra keppni. Ári seinna eða árið 2022 var byrjað að gera rallycrossbraut hjá Bílaklúbb Akureyrar. Það var mjög góð viðbót við keppnishald í rallycross sem hefur nánast, undanfarin ár, einungis verið á einni braut, og var ein keppni haldin þar það ár. Árið 2023 voru síðan tvær keppnir haldnar á vegum BA á Akureyri en með þessum keppnum var AÍH með hinar keppninar. Aðeins tvö af þessum félögum sem eru hér á landi sáu um keppnir árið 2023. Vel getur verið að fleiri brautir eiga eftir að koma á næstu árum.
Rallycross er eins og ein stór fjölskylda, þar sem félög og lið hafa takmarkaða þýðingu. Allir standa saman og hjálpa hver öðrum. Þegar bílar skemmast, koma bifvélavirkjar og fólk úr öðrum liðum til að laga það sem bilar. Það er ekki bara um sigursögu, heldur einnig um samkennd, samstöðu og samvinnu. Í þessari íþrótt koma allir saman til að njóta spennu og skemmtunar ásamt því að hafa gaman af því að vera hluti af einni stórfjölskyldu.
Mynd 61 Skipta um vél