Mynd 47
Mynd 48,Fyrsta keppni á íslandi
Mynd 49, brautin í kapelluhrauni 1991
Rallycross á Íslandi var fyrst keppt í hér árið 1978, þegar fyrsta keppnin var haldin á svæði Bifreiðaklúbbs Reykjavíkur á Kjalarnesi. Í upphafi var BKR með allar keppnirnar, rallycross breiddist síðan út á landsbyggðina, þar á meðal til Húsavíkur, Sauðárkróks og Egilsstaða. Á næsta áratug fjölgaði keppnunum umtalsvert, auk þess sem að komið var af stað Íslandsmóti í samstarfi við Landssamband Íslenskra Akstursíþróttafélaga. Keppnirnar voru flestar haldnar á brautum sem voru upprunnar í gryfjum og malarnámum, en með tímanum tóku þær breytingum. Á vordögum árið 1991 var rallycrossbrautin í Kapelluhrauni tekin í notkun, það markaði byrjun á nýjum og spennandi tíma. Þar voru allt að 100 bílar skráðir í keppni, oft þurfti að halda forkeppni daginn áður til að draga úr keppendum á keppnisdegi. Flokkaskiptingin breyttist með tímanum, en þrír flokkar kepptu: Krónuflokkur, Rallycrossflokkur og Teppaflokkur. Brautin sjálf breyttist líka, með meira malbiki og færri dekkjaveggjum, þar til loksins var steypuveggurinn brotinn niður vegna mikilla árekstra sem oft gjöreyðilagði bílana.
Upp úr aldamótum breyttust flokkaskiptingin í takt við þá bíla sem í boði voru til rallycrossaksturs. Rallycrossflokkurinn breyttist í 2000 flokk, Krónuflokki í 1600 flokk, og Opni flokkurinn bættist við. Teppaflokkurinn eyddist hægt og rólega út þar sem bílunum í flokknum fór fækkandi. Árið 2003 hætti rallycrosskeppni á Íslandi eftir 21 árs sögu. Þá var leyfi fyrir brautinni í Kapelluhrauni ekki lengur veitt. En árið 2008 endurvakti Aksturíþróttarfélag Hafnarfjarðar keppnina, og Íslandsmótin komu aftur ári síðar. Krónuflokkurinn var endvakinn og skipt var í tvo undirflokkana: eindrifna bíla og fjórhjólabíla. Unglingaflokkurinn bættist við og gaf hann ungum ökumönnum frá 15-17 ára aldri tækifæri til að keppa. Nú hefur einnig bæst við 1000cc flokkur og 1400cc flokkur, en Krónuflokkurinn er ekki lengur.
Stærsta breytingin á síðustu árum er Jóker hringurinn, sem krefst þess að ökumaðurinn sé ekki bara fljótastur af stað, heldur þarf hann að hafa taktík og ákveða hvenær hann fer í Jókerinn. Sumir ökumenn eru byrjaðir að hafa svokallaðan spottara sem geta sagt hvenær er best að fara í jokerinn án þess að missa sæti.
Rallycross á Íslandi er á leiðinni í spennandi stefnu, verður spennandi að sjá hvernig þróunin verður á næstu árum.
Mynd 50 1992
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53 keppendalisti 2014
Mynd 54 keppendalisti 1992
Mynd 55 keppendalisti 1992
Mynd 56 Redneck mót 2023.
Mynd 57 ræktum rallycross
Þróun keppendalistanna frá árinu 1992 til dagsins í dag. Árið 1992 voru keppendur 67. Á Rednek mótinu sem er tveggja daga bikarmót sem var haldið 9. - 10. september 2023, þá voru 75 keppendur skráðir í það mót. Keppendafjöldinn í Rednek mótinu sýndi það hversu langt rallycross hefur komist og hversu mikinn áhuga það hefur kveikt í kjölfar.
Rallycross hefur undanfarin ár staðið frammi fyrir mikilli þróun og vexti, sérstaklega þegar kemur að fjölda keppendanna. Það má sjá á þróuninni á keppendalistunum sem sífellt er á uppleið. Hér er tildæmis yfirlit yfir keppendafjölda sem hefur tekið þátt í keppnum í íslandsmóti frá árinu 2012. Árið 2012 voru 46 keppendur sem tóku þátt í íslandsmóti, árið 2013 dettur keppendafjöldinn um 22 semsagt kominn í 24 keppendur, svo fer fjöldinn aðeins upp ári seinna og er hann þá kominn í 31 keppendur í íslandsmótinu 2014 og heldur fjöldin áfram að hækka árinu seinna í 43 keppendur í íslandsmótinu 2015. Þátttaka keppendanna hélst stöðug í gegnum árin 2016 og 2017 bæði árin með um 30 keppendur, en fór nú fjöldinn upp árið 2018 í 43 keppendur og 49 keppendur árið 2019. og er talan sífelt á uppleið en árið 2023 fór keppenda fjöldinn alveg upp í 80 keppendur sem kepptu í Rallycrossi árið 2023 samtals . Og náðust 73 keppendur í Redneck mótinu árið 2023! [13]
En hvað er Rednek mótið?
Rednek mótið er minningarmót, haldið til minningar um Gunnar Viðarsson. Gunni var rauðhærður og ástríðufullur keppandi sem notaði oft óhefðbundnar aðferðir. Lengi var hann kallaður Gunni „Rauði“ síðar breyttist það í Gunni „Rednek“. Hann fæddist á Ísafirði 3. ágúst 1980 en lést þann 8. mars 2015 eftir erfið veikindi, húðkrabbamein. Í Íslensku rallýcross-sögunni eru spor Gunna djúp, dýpri en spor flestra annarra. Það sem gerði hann að þeirri fyrirmynd sem raun ber vitni er drifkraftur hans ásamt ástríðu. í Rednek mótinu eru ekin fjögur heat á laugardeginum og þrjú heat og úrslit á sunnudeginum. Stigum er safnað fyrir hvern riðil því eiga keppendur í öllum flokkum möguleika á því að hljóta titilinn Rednek bikarmeistari hvers árs. Sá sem er með flest stig að báðum dögum loknum vinnur bikarinn, einnig eru gefnir bikarar fyrir fyrstu þrjú sætin í úrslitum í öllum riðlum. Ef einhverjir enda jafnir í lokin þá ræður tíminn úr tímatökum úrslitum.
[14]
Redneck mótið er yfirleitt fjölmennasta keppnin 46 keppendur árið 2020, 59 keppendur voru í redneck mótinu árið 2021, árið 2022 var redneck mótið með 50 keppendur, og nú árið 2023 voru 73 keppendur
Mynd 58 1993
Myndband 3 Húsavík 1987
Hér er upptaka af keppni í rally og rallycross sem fór fram á Húsavík þann 24. júlí 1987. Í vídeóinu byrjar rallycross keppnin á 51. mínútu og 30. sekúndu. Fyrri partur videoins er frá sérleiðum í rally sem var sama dag og rallycrossið
Mynd 59 Rallycross Húsavík