Rallycross Brauta á Íslandi
Nokkrar staðsetningar fyrir rallycross brautir hafa verið í gegnum tíðina. Rallycross brautir sem hafa verið í notkun seinustu ár eru staðsettar í Hafnafirði Kapelluhrauni, Hafnafirði Kvartmílubraut 1 og Akureyri Hlíðarfjallsvegi. Þetta byrjaði allt á vegum BÍKR með braut á Kjalarnesi árið 1978. Rallycross brautir urðu fleiri og fleiri og dreifðust víðsvegar um landið. Þeim fór fækkandi en eru þó á uppleið aftur eftir að hafa haft aðeins eina braut frá árinu 1991 í Kapelluhrauni sem er akstursíþróttarsvæði Hafnafjarðar eða AÍH. Árið 2021 kom önnur braut til notkunar sem er einnig staðsett í Hafnafirði og er hún á akstursíþróttarsvæði Kvartmíluklubbsins. Sú braut hefur aðeins verið notuð einu sinni það ár og er vonast til að Kvartmíluklubburinn haldi aftur keppni. Árið 2022 kom svo tilkynning um að Bílaklúbbur Akureyrar væri að græja braut og var lokakeppnin í Íslandsmótinu árið 2022 haldin hjá þeim. Árið 2023 voru þeir svo með eina keppni í íslandsmóti sem var haldinn 22. júlí og eina keppni í bikarmóti sem var haldinn 15. júní á bíladögum.
Mynd 64 1993 dagskrá
Hér er fjallað um eitt rallycross sumarið og má hér sjá að meðal annar var rallycross komið á Austuland og voru einhverjar keppnir haldnar á Egilsstöðum á vegum Bílaklúbbsins Starts. Einnig voru keppnir a Norðurlandi bæði á Akureyri og á Sauðárkróki, svo var það einnig komið á Vesturland. Rallycrossbrautir voru víðsvegar á dreif á íslandi.
Mynd 65
Hér má sjá brautina hja kvartmíluklubbnum sem kom sem viðbót árið 2021 aðeins 4 kílómetrar eru á milli AÍH og KK brautanna
Mynd 66 Brautin hjá Kvartmíluklubbnum