Unglingaflokkurinn er núna stærsti flokkurinn og er hann sífellt á uppleið. 28 krakkar á aldrinum 14- 16 ára voru skráðir sumarið 2023 og þurfti að hafa þann flokk í þremur hollum.
Mynd 42, Ungligaflokkur
Mynd 43, Ungligaflokkur
Mynd 44, Ungligaflokkur
Mynd 45, Ungligaflokkur
Unglingaflokkur er fyrir alla unglinga sem verða 15 ára á árinu og geta verið í honum til 17 ára aldurs. Ökutækin sem eru í þessum flokk eru sömu og eru í 1000cc. Helstu bílarnir sem eru notaðir í þessum flokk er Toyota Aygo og Toyota Yaris en þó er hægt að vera á öðrum bílum í þessum flokk en þurfa þeir samt að standast reglurnar fyrir þennan flokk. Ökutækið þarf að vera með drif á einum öxli og þarf vél með slagrými undir 1050 rúmsentimetrum og hámark 75 hestöfl. Krafa er á að ökutækið á að vera undir 1300 kílógrömmum og lágmarksþyngd með ökumanni er 850 kílógrömm. Það þarf að halda upprunalegu útliti. Brettin skulu hylja alla hjólbreiddina og skal burðarvirki vera óbreytt á milli fram og aftur demparaturna. [12]
Mynd 46, Ungligaflokkur
Hægt er að lesa betur um reglurnar við hvern flokk inná Reglur AKÍS GREIN 6.7 er Unglingaflokkur.
Einnig er hægt að lesa betur um Flokka Rallycross á upphafsíður flokka: