Mynd 1 Viðgerðarsvæði
Rallycross er keppni í hraðakstri fyrir keppnistæki á lokaðri braut. Forkeppnin samanstendur af nokkrum umferðum þar sem þeir hröðustu halda áfram í úrslitakeppnina.
Brautin er að hluta malbikuð og að hluta möl. Í hverri umferð þarf hver keppandi að aka að minnsta kosti einu sinni svokallaðan jóker, sem er lengri leið. Það er blanda af hraða, taktík og árekstrum á brautinni sem gefur keppninni sérstaka spennu.
Rallycross er vinsæl hjá byrjendum í akstursíþróttum, þar sem hægt er að komast af með ódýr keppnistæki. [0]
Mynd 2 Minningarakstur
Það eru allskonar bílar sem keppa í þessari grein og eru flokkar sem skipta bílategundum, afli, drifi og fleira upp. Rallycross er spennandi og fjölbreytt keppnissport. Flokkarnir eru skilgreindir til þess að tryggja jafnvægi og spennu í keppninni. Það eru núna 6 Flokkar í rallycrossi á Íslandi: 1000cc flokkur, 1400cc flokkur, 2000cc flokkur, 4wd non turbo, opinn flokkur og unglingaflokkur.
Mynd 3 Starfsmenn
Keyrðir eru fimm hringir að lágmarki í hverri umferð. Á brautinni í Hafnafirði er ekið fimm og hálfan hring þar sem ráslína og endamark er á sitthvorum staðnum á brautinni. Þar eru þrjár umferðir keyrðar og svo er hlé og þá er úrslita umferð keyrð.
Mynd 4 áhorfendur